rafgbill

Fyrirtækið

Rafgeisli var stofnað í Kópavogi árið 1957 af þeim félögum Sigurði Kjartansyni og Sigurði Jóhannsyni og byggir því á gömlum og góðum grunni. Árið 1966 tók Sigurður Kjartanson við rekstri fyrirtækisnins og rak það til ársins 1996. Það ár keyptu Kjartan Örn Sigurðsson og Runólfur Bjarnason fyrirtækið og höfðu þeir þá starfað til fjölda ára hjá Rafgeisla.

Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt og hefur á að skipa mjög hæfum starfsmönnum í öllum stöðum.

Rafgeisli hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni í gegnum árin bæði stór og smá, ásamt þjónustu við einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og bæjarfélög.

Starfssvið fyrirtækisins hefur verið almenn raflagnaþjónusta, ásamt viðgerðum, nýlögnum,smáspennukerfum, tölvulögnum, ljósleiðaratengingum, ljósleiðarablæstri og mælingum á tölvukerfum, sjá nánar þjónusta.

Rafgeisli útvegar og selur vandað raf- og tölvulagnaefni í hæsta gæðaflokki frá þekktum framleiðendum.

Lögð hefur verið áhersla á góða þjónustu og vönduð og fagleg vinnubrögð.

Rafgeisli er aðili að Landsambandi Íslenskra Rafverktaka, LÍR og Samtökum Atvinnurekenda í Raf og Tölvuiðnaði, SART.

© Rafgeisli ehf
Hamraborg 1
200 Kópavogur
Sími: 564-5100
Fax: 564-5101
Netfang: rafgeisli@rafgeisli.is